Bókakaffið Selfoss

Bókakaffið á Selfossi

Austurvegi 22. Opið mán.-lau. kl. 12-18.

Bókakaffið á Selfossi var opnað þann 7. október 2006. Staðurinn er bæði verslun og kaffihús. Við leggjum metnað okkar í að vera með mikið úrval af bæði nýjum og notuðum  bókum en jafnframt að framreiða fyrsta flokks kaffi, hvort sem fólk vill nýlagaðan uppáhelling eða kaffidrykki úr fyrsta flokks ítalskri espressóvél. Þá erum við með úrval af nýbökuðu bakkelsi frá Namm Vegan og Almari bakara. 

Bókakaffið á Selfossi er einnig vinsæll samkomustaður hvort sem er fyrir bókmenntalega viðburði, upplestur eða aðrar menningarsamkomur.

Netverslun

Bókakaffið í Reykjavík

Ármúla 42. Opið mán.-fös. kl. 11-17 og lau. 11-15.

Bókakaffið í Reykjavík var opnað þann 16. júní 2020. Hér bjóðum við gesti okkar velkomna með ókeypis espressóbolla. Verslunin er með bæði notaðar og nýjar bækur. Auk hinna venjulegu notuðu bóka er hér að finna herbergi með fyrri alda bókagersemum frá hinum sögulegu prentsmiðjum á Leirá, Hólum, Viðey og víðar. 

Netverslun

Bókakaffið Reykjavík

Bókakaffið netverslun

Bókakaffið netverslun

Í netverslun okkar finnur þú stærsta úrval landsins af notuðum bókum. 

Netverslun