Hún hlakkaði til helgarinnar þar sem þau ætluðu að vera tvö saman. Hann þyrfti ekki að fara heim um miðja nótt. En á leiðinni breyttist allt. Hvað kom fyrir?
Skildi hann hana eftir viljandi? Þau höfðu lengi leikið tveim skjöldum og talið sér trú um að það væri í lagi. Þau voru saman í feluleiknum en þegar hann hverfur kemur margt óvænt í ljós. Enginn flýr frá sjálfum sér og draugar fortíðar sækja á hana, hún kemst ekki hjá því að horfast í augu við eigin tilfinningar og gerðir.
Svikarinn er saga um unga konu sem missir allt og tekst á við að byggja líf sitt upp að nýju. Lygi og svik hafa mótað líf hennar. Hverjum getur hún treyst? Getur hún elskað og eignast vini eftir allt sem á undan er gengið í lífi hennar?