Í Gullhreppum segir frá þjóðsagnapersónunni séra Þórði í Reykjadal og hinu mikla veldi Skálholtsstaðar á 18. öld. Sagan hefst í Kaupmannahöfn þar sem prestsefnið kemst í kærleika við okurlánara og verður síðar valdur að dauða hans. Þegar heim er komið opnar Reykjadalsprestur hús sín fyrir farandi lýð flækinga og nýtur góðs af á engjaslætti. Hann er sjálfur frábitinn allri vinnu en skoðar veröldina með kátlegu kæruleysi þess sem lætur hverjum degi nægja sína þjáningu. Inni fyrir berst Þórður við trúarlegar efasemdir og forboðnar kenndir sínar til karlmanna. Í kararlegu sinni í Skálholti dreymir hann um að sjá Skálholtsstað í logum en hefur hvorki vilja né nennu til að kveikja þá elda. Heimur samkynhneigðra, saumakerlingar drottningar, dreissugir skólapiltar, iðrandi syndarar og göldróttur staðarsmiður spila saman í lifandi og skemmtilegri frásögn. Íslandssagan og þjóð hennar birtist okkur með kröm sinni og skemmtan.
Í Gullhreppum
6.490 kr.
99 á lager
Þyngd | 0,6 kg |
---|
Tengdar vörur
1998
Höfundur | Pétur G. Kristbergsson |
Vörunúmer | 16235 |
Staðsetning | Ný bók |
2000
Höfundur | Matthías Johannessen |
Vörunúmer | 16025 |
Staðsetning | Ný bók |
Höfundur | |
Vörunúmer | 16227 |
Staðsetning | Ný bók |
1987
Höfundur | Rúnar Ármann Arthúrsson |
Vörunúmer | 16251 |
Staðsetning | Ný bók |
1990
Höfundur | Erlingur Brynjólfsson |
Vörunúmer | 59787 |
Staðsetning | Ný bók |
Höfundur | Ómar Þ. Halldórsson |
Vörunúmer | 16316 |
Staðsetning | Ný bók |
1985
Höfundur | Einar Gestsson Hæli |
Vörunúmer | 15507 |
Staðsetning | Ný bók |
1994
Höfundur | |
Vörunúmer | 16377 |
Staðsetning | Ný bók |