Persónuverndarstefna

  • Bókakaffið er í eigu Sunnan 4 ehf sem leggur mikið upp úr því að tryggja öryggi persónuupplýsinga notenda.
  • Sunnan 4 ehf sér til þess að farið sé með allar persónuupplýsingar í samræmi við lög nr. 77/2000 um persónuvernd og úrvinnslu persónuupplýsinga.
  • Stefna Sunnan 4 ehf er að geyma og vinna með eins lítið af persónugreinanlegum upplýsingum og mögulegt er til að geta veitt þá þjónustu sem Sunnan 4 ehf ber að veita notenda.
  • Sunnan 4 ehf ábyrgist að nýta sér ekki upplýsingar um notendur á óábyrgan, óöruggan eða ólöglegan hátt.
  • Allar upplýsingar sem notendur okkar vefsvæðis láta Sunnan 4 ehf í té eða sem Sunnan 4 ehf sækir með þeirra leyfi til þriðja aðila eru eingöngu sóttar í þeim tilgangi að hægt sé að veita þeim þá þjónustu sem þeir eiga rétt á.

Persónuupplýsingarnar
Við notum persónuupplýsingar þínar ekki í neinum öðrum tilgangi en þeirra er aflað. Við áskiljum okkur rétt til að deila persónuupplýsingum þínum með þriðju aðilum sem koma að tæknilegu viðhaldi eða greiðsluþjónustu (slíkir aðilar kallast héðan í frá einu nafni “þriðju aðilar”) að því marki sem nauðsynlegt er svo við getum innt þjónustuna af hendi. Við tryggjum að slíkir þriðju aðilar viðhafi fullan trúnað. Sunnan 4 ehf ábyrgist að nota þessar upplýsingar eingöngu í bókhaldslegum tilgangi og til að tryggja réttindi notenda. Notendur https://www.bokakaffid.is (en ekki Sunnan 4 ehf ) eiga sínar persónuupplýsingar og hafa einir aðgang að þeim ásamt starfsfólki Sunnan 4 ehf.

Tölfræðilegar samantektir
 Sunnan 4 ehf áskilur sér rétt til að útbúa ópersónugreinanlegar tölfræðilegar samantektir og aðrar afleiddar upplýsingar sem án alls vafa eru ekki persónugreinanlegar og nota sér þær í starfi félagsins, til dæmis fyrir ársskýrslu Sunnan 4 ehf og á fundum á vegum félagsins.

Vefhegðun
Þegar notendur heimsækja vefsvæðið https://www.bokakaffid.is, kann vefsvæðið https://www.bokakaffid.is að safna tæknilegum upplýsingum um notkun þeirra, t.d. um tegund vafra, hvaða vefsíður notendur heimsækja á https://www.bokakaffid.is, tímann sem notendur verja á vefnum o.s.frv. Þess konar upplýsingar eru eingöngu notaðar til að bæta upplifun notenda af þjónustunni, t.d. með því að bæta hönnun þjónustunnar eða láta notendur vita af hugsanlegum tæknilegum vandamálum í búnaði þeirra.

Upplýsingar til 3. aðila
Sunnan 4 ehf mun ekki undir nokkrum kringumstæðum afhenda, selja eða leigja persónuupplýsingar notenda https://www.bokakaffid.is til þriðja aðila nema Sunnan 4 ehf sé það skylt samkvæmt lögum eða samkvæmt beiðni notanda.

Bókhaldsgögn
Bókhaldsgögn eru geymd í samræmi við lög og reglur um færslu bókhalds og varðveislu þess. Að þeim tíma liðnum er gögnunum eytt, upplýsingum á skilagreinum er þó ekki eytt.

Takmörkun ábyrgðar
Að því marki sem gildandi lög heimila, ber Sunnan 4 ehf enga skaðabótaábyrgð vegna atvika sem upp kunna að koma vegna þess hvernig þjónustan er notuð eða útveguð, nema ef hægt er að rekja slík atvik til vítaverðrar vanrækslu eða misferlis af ásetningi af hálfu Sunnan 4 ehf. Sunnan 4 ehf ber enga ábyrgð á töfum sem verða á þjónustunni eða því að þjónustan virki ekki sem skyldi vegna óviðráðanlegra atvika (force majeure).

Lög og lögsaga
Þessi persónuverndarstefna fellur undir íslensk lög. Leysa skal úr ágreiningi sem kann að rísa eða í tengslum við persónuverndarstefnuna fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur ef ekki er hægt að leysa úr honum á annan hátt.

Breytingar
Sunnan 4 ehf áskilur sér rétt til þess að breyta og uppfæra persónuverndarstefnu þessa hvenær sem er. Við látum vita af slíkum breytingum á heimasíðu Sunnan 4 ehf / Bókakaffið.

Tengiliðaupplýsingar
Ef þú óskar eftir nánari upplýsingum varðandi persónuverndarstefnu Sunnan 4 ehf skaltu hafa samband við okkur hér: Sími: 482 3079, Netfang: bokakaffid@bokakaffid.is

Traust er eitt af einkunnarorðum Sunnan 4 ehf og leggur félagið mikla áherslu á að tryggja öryggi þeirra persónuupplýsinga sem notendur https://www.bokakaffid.is treysta Sunnan 4 ehf fyrir.

Vafrakökur

Við notum vafrakökur á vefsvæðinu til þess að tryggja að notendur fái sem besta mögulegu upplifun. Vafrakökur eru til margs brúkaðar, t.d. til að bæta virkni vefsvæða, til greiningar og til að beina auglýsingum til markhópa.

Hvað er vafrakaka? Vafrakaka er lítil skrá, gjarnan samsett af bókstöfum og tölustöfum, sem hleðst inn á tölvur þegar notendur fara inn á ákveðið vefsvæði. Vafrakökur gera vefsvæðum kleift að þekkja tölvur notenda. Nánari upplýsingar um vafrakökur er að finna á www.allaboutcookies.org.

Til eru mismunandi gerðir vafrakaka. Setukökur gera vefsvæðum kleift að tengjast aðgerðum notanda á meðan vafrasetu stendur. Þær eru notaðar í margvíslegum tilgangi, þær muna t.d. hvað notandi hefur sett í innkaupakörfu meðan hann er inni á vefsvæði. Setukökur eru einnig hægt að nota í öryggisskyni. Setukökur eyðast þegar notandi fer af vefsvæði og eru því ekki vistaðar til lengri tíma. Viðvarandi vafrakökur vistast á tölvu notanda og muna val eða aðgerðir notanda á vefsvæði.

Fyrsta og þriðja aðila vafrakökur. Það ræðst af léni vefsvæðis sem gerir vafrakökuna hvort hún teljist fyrsta eða þriðja aðila vafrakaka. Fyrsta aðila vafrakökur eru í grundvallaratriðum vafrakökur sem verða til á því vefsvæði sem notandi heimsækir. Þriðja aðila vafrakökur eru þær sem verða til á öðru léni en notandi heimsækir. Þeir sem óttast vafrakökur og vilja aftengja þær geta gert það í vafrastillingum. Tekið skal fram að vefsvæðið okkar ábyrgist ekki nákvæmni eða öryggi efnisinnihalds á þriðja aðila vefsvæðum.