Árið er 1922. Stalín verður aðalritari sovéska kommúnistaflokksins og Mussolini fer til Rómar og tekur völdin. Öllu merkilegri hlutir gerast heima fyrir en Ingibjörg H. Bjarnason nær kjöri á þing, fyrst kvenna á Íslandi og Þórbergur Þórðarson hittir Stefán frá Hvítadal á heimili þess síðarnefnda á Bessatungu í Dölum til ræða um dvöl Stefáns í Unuhúsi, athvarfi skálda og bóhema á upphafi 20. aldarinnar.
Úr þessum samræðum verður til bókin Í Unuhúsi en hún kemur ekki út fyrr en 40 árum síðar. Þórbergur hafði sjálfur lengi viljað skrifa sína eigin frásögn af lífinu í Unuhúsi en lét nægja að færa í letur frásögn vinar síns, Stefáns frá Hvítadal, frá kvöldum þeirra saman á Bessatungu.
Þessa útgáfu bókarinnar má kaupa hér en hún er svo lítil og nett að hún kemst fyrir í jafnvel minnstu vösum.