William John Warner, eða Cheiro, eins og hann var betur þekktur var einn helsti miðill, lófasérfræðingur og talnaspekingur Englands á 19. og 20. öld. Hann átti góðu gengi að fagna bæði í sínu heimalandi og í Bandaríkjunum og rak meira að segja enskt dagblað í París. Hann bjó í Hollywood síðustu árin þar sem hann hitti hátt í 20 manns á dag sem vildu láta lesa í lófa sinn. Samkvæmt honum sjálfum þá lærði hann hjá indverskum gúrú, Chitpavan Brahmin.
Það er leitt að við eigum þess ekki kost á að fá lófalestur frá Cheiro sjálfum en fyrir þau sem vilja vita hvað leynist í lófanum þá er þetta rétta bókin fyrir það fólk.