Það verður „satanískt“ útgáfupartí í Bókakaffinu í Ármúla 42 í Reykjavík næstkomandi föstudag, 1. október kl. 17.
Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir les úr nýútkominni ljóðabók Satanía hin fagra. Árni Óskarsson kynnir nýútkomna þýðingu á sakamálasögunni Örvænting eftir Vladimir Nabokov. Árni Matthíasson kynnir nýútkomið smásagnasafn frænda síns Skugga, Gaddavírsátið og aðrar sögur. Skáldið Jochum Eggertsson les en sá upplestur er leikinn af gömlum stálþráðarupptökum Ríkisútvarpsins.
Veitingar við allra hæfi, dans og almenn gleði.