Hátíðin fer fram dagana 8.-11. september.Bókmenntahátíð í Reykjavík hefur starfað síðan árið 1985. Þessi huggulega hátíð er fundarstaður lesenda og höfunda og lifandi vettvangur umræðna um bókmenntir, skáldskap, þjóðfélagsleg málefni og ýmislegt fleira því bókmenntirnar snerta á mörgu og umfjöllunarefnin eru óteljandi. Ókeypis er inn á viðburði og þeir eru öllum opnir. Samtöl fara fram á ensku en upplestrar á móðurmáli höfunda.Í ár erum við sérstaklega spennt að heyra upplestur Egils Bjarnasonar en hann verður í Iðnó kl 19 föstudaginn 10.september.Egill Bjarnason er blaðamaður og höfundur og hefur fjallað um Ísland í fjölmiðlum víða um heim. Nýverið gaf hann út bókina How Iceland Changed the World: The Big History of a Small Island.