Sjávarföll

6.990 kr.

100 á lager

Höfundur: Emil B. Karlsson
Útgáfustaður: Selfoss
Útgáfuár: 2024
Útgefandi: Sæmundur
Staða: Ný bók
Staðsetning: Ný bók
Band: Harðspjalda
Þyngd: 0.7kg
Lýsing: Sjávarföll er lifandi ættarsaga fimm kynslóða. Persónur birtast okkur í því umhverfi og aðstæðum sem þær lifðu við samkvæmt þeim ríkulegu heimildum sem höfundur byggir söguna á. Frásögnin er sett fram á þann hátt að hún endurspeglar tíðar anda hverrar kynslóðar. Fjölskyldusagan nær allt frá fyrri hluta nítjándu aldar til seinni hluta tuttugustu aldar. Þetta er saga um líf fólks sem lifði þétt saman á hrjóstrugum eyjum Breiðafjarðar og í einangruðum sveitum Vestfjarða. Fólk sem lifði af því sem landið og sjórinn gaf. Lífið í höfuðstaðnum og víðar um landið kemur við sögu þegar fram líður. Hér er fjölskyldusaga ættar þar sem arfgeng heilablæðing tók sig upp þegar komið var fram á tuttugustu öld. Ættardraugur sem felldi fjölmarga einstaklinga í þremur ættliðum – allt fólk í blóma lífsins. Sagan segir frá upplausn fjölskyldna og afleiðingum sem ættarmeinið olli. Mikill fjöldi ljósmynda og skýringarmynda lífgar frásögnina.
Vörunúmer: 85936 Flokkur: