Þórbergssetur og Bókaútgáfan Sæmundur vinna nú að útgáfu á stórvirki Gísla Sverris Árnasonar fræðimanns um Dilksneshjónin Halldóru og Eymund.
Áskrift að bókum þessum má kaupa hér en greiðsla verður innt af hendi við afhendingu bókar.
En það er einnig hægt að prenta út meðfylgjandi gjafabréf og gefa settið þannig vinum og ættingjum. Gjafabréf er þá aðeins gilt að gefandi setji nafn sitt og kennitölu neðst á blaðið. Nafni gjafaþega þarf að skila til okkar í netfangið bokakaffid@bokakaffid.is eða símleiðis í síma 897 3374. Þar með verður nafnið skráð í heillaóskaskrá fremst í bókinni.
Andvirði gjafabréf verður innheimt hjá gefanda þegar gjafþegi kemur með bréfið og tekur út bókarsett hjá Bókakaffinu eða Þórbergssetri. Hægt er að fá settið heimsent með símtali í síma 897 3374 og er kostnaður við heimsendingu 2500 kr.
Athugið að bækurnar koma út á fyrri hluta næsta árs.