Lesið Besta vin aðal – fyrir kosningar

Lesið Besta vin aðal – og gerið það fyrir kosningar.


Blaðamenn sem beittir hafa verið grímulausu ofbeldi leggja spil sín á borðið. Söguritari, Björn Þorláksson, afhjúpar sjálfur óeðlileg inngrip valdhafa og spilltra afla á löngum ferli sínum í blaðamennsku. Einnig er rætt við ýmsa sérfræðinga um spillingu og þolendur.

Vigdís Grímsdóttir segir um bókina:
„Nú hef ég lesið Besta vininn og skemmst frá því að segja að bókin er ofsagóð á alla hugsanlega kanta. Nú hef ég hafið annan lestur því svona bók þarf maður að muna, hún er eiginlega Njála allra þeirra sem vilja skyggnast undir yfirborð hlutanna og skilja heiminn. Takk.“