Heimsfrægur Íslandsvinur áritar bók!

Náttúrufræðingurinn David Attenborough sem brátt fagnar aldarafmæli sínu kom oft á löngum starfsferli til Íslands og í einni af þeim ferðum áritaði hann þessa fallegu bók.

Bretinn Attenborough sem er þekktastur fyrir störf sín fyrir BBC lýsti því í Morgunblaðsviðtali árið 2003 hvernig hann hefði haft tækifæri til að heimsækja Surtsey nýlega risna úr sæ, skoðaði síðar fuglaparadís við Mývatn og Kröflueldana 1981. 


„Gosinu í Kröflu gleymi ég aldrei,“ sagði þessi reyndi sjónvarpsmaður í viðtali við Guðna Einarsson blaðamann Morgunblaðsins.