Hrefna Sigurðardóttir fæddist árið 1920 á Þingeyri við Dýrafjörð. Árið 1945 giftist hún Kjartani Ingimundarsyni, skipstjóra, og eignaðist með honum fjögur börn.
Árið 1985 gef Hrefna út sína fyrstu bók, Hinumegin götunnar. Ljóðin eru flest í hefðbundnu formi samanber eitt þeirra sem birtist í Þjóðviljanum en það orti hún eftir aðgerð á spítala:
Passasami Pétur minn,
pyntingin er liðin,
en heldurðu ekki að hanskinn þinn
sé hinumegin við kviðinn.
Það er ekki bara innihaldið sem er gott heldur er bókin líka afskaplega falleg að sjá en hana má kaupa hér fyrir spottprís.