Í apríl árið 1719 kom bókin Róbinsón Krúsó út. Í fyrstu var þetta talið vera raunveruleg sjálfsævisaga Krúsós en seinna kom í ljós að sagan var ekki sönn heldur skrifuð af enska rithöfundinum Daníel Defoe. Sú uppljóstrun varð þó ekki til þess að minnka vinsældir bókarinnar. Því hefur verið haldið fram að engin önnur bók hafi verið þýdd yfir á jafn mörg tungumál eins og Róbinson Krúsó, nema þá bara Biblían.
Þessi útgáfa er frá 1975 og er endursögn Jane Carruth á upprunalegu sögunni sem Andrés Kristjánsson þýddi svo. Í fræðunum eru endursagnir taldar með þýðingum þannig að þetta má í raun telja sem tvöfalda þýðingu á verkinu. Bókin er fáanleg í netbókabúðinni á aðeins 1.990 krónur. Gjöf en ekki gjald.