Árið 1970 setur Þjóðleikhúsið upp Fást eftir Goethe í fyrsta sinn. Í leikdómi sínum um sýninguna, sem er ekki alslæmur, skrifar Sigurður A. Magnússon eftirfarandi um þýðinguna:
Goethe er eitt mesta ljóðskáld á þýzka tungu og því ekkert áhlaupaverk að snúa upphöfnu, lýrísku og þó einföldu og áþreifanlegu [innsk. höf.: Jeremías Sigurður…] ljóðmáli hans á aðrar tungur. Það er varla á færi annarra en stórskálda. Þýðing Yngva Jóhannessonar nær hvergi göfgi frumtextans eða upphöfnum einfaldleik, en hún er samt einkar skýr og greinar góð og kom furðuvel til skila af vörum leikenda, einkanlega seinni hlutinn, og er sem þýðandanum vaxi ásmegin eftir því sem á verkið líður.
Sigurður A. Magnússon, „Fást,“ Alþýðublaðið 30.12.1970.
Þessi þýðing var svo gefin út af Menningarsjóði árið 1972 og nú er hún fáanleg hér hjá okkur í Bókakaffinu. Sjálfsagt þó nokkrir Goethe-aðdáendur sem myndu sjálfsagt vilja eignast þessa þýðingu…
Yngvi Jóhannesson dó árið 1984, 87 ára gamall. Hann lauk verslunarprófi árið 1919 og vann hjá Nathan&Olsen til ársins 1929 þegar hann hóf störf fyrir Mjólkurfélag Reykjavíkur. Meðfram verslunarstörfum þýddi hann ekki aðeins Fást, heldur einnig Úr djúpinu eftir Oscar Wilde og Bókina um veginn eftir Lao Tse-Tung, svo eitthvað sé nefnt. Greinilega mikilsvirður maður …