Þær fréttir bárust í gær að Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands, hefði beðist afsökunar fyrir nornaveiðar og ofsóknir í Skotlandi frá 16. til 18. aldar.
Í Skotlandi voru aftökur vegna galdra taldar fimm sinnum fleiri en annars staðar í Evrópu. Það má lesa frekar um þetta mál hér en það voru samtökin Nornir Skotlands sem höfðu barist fyrir þessari afsökunarbeiðni um langa hríð.
Bókin Witch Hunt eftir Wendy Corsi Staub gerist reyndar ekki í Skotlandi heldur í Bandaríkjunum. Þar fer unga stúlkan Abbey aftur í tímann til að bjarga jafnöldru sinni frá því að vera hengd fyrir galdur.
Bókina má kaupa hér.