Fyrir bókasafnarann er ófullkomin ritröð ekki það versta því það gefur honum bara tækifæri til þess að fara í bókabúðir og leita að því sem vantar. Og hér er einmitt bók sem einhvern gæti mögulega vantað.
Íslenzkir sjávarhættir eftir Lúðvík Kristjánsson kom út á árunum 1980 til 1986 og er í fimm bindum. Mögulega er einhver sem les þessa færslu að leita að 2. bindi í ritröðinni og hér er hún barasta til sölu.
Það er sérstaklega við hæfi að glugga í þessa bók núna þar sem UNESCO ákvað í vikunni að súðbyrðingurinn fái að vera á lista yfir óáþreifanlegan menningararf líkt og má lesa í þessari færslu frá Árnastofnun.