Grúskað í netbókahillum XVIII – Óskar og Helga

Árið 1997 frumsýndi Þorfinnur Guðnason 50 mínútna mynd sína Hagamús – með lífið í lúkunum. Myndin segir frá sambandi músanna Óskars og Helgu og lífi þeirra. Hér er dramatík og spenna, ástir og örlög og hin endalausa leit að vetrarforða. Myndin fær einkunnina 8 á kvikmyndavefnum IMDb sem telst nokkuð gott.

Seinna gerði svo Gunnar Gunnarsson bók út frá myndinni sem sló rækilega í gegn og var lesin í kennslustofum um land allt, að því er best ég veit.

Óskar og Helga er tvíeyki á pari við Sigríði og Indriða, Ragnar og Gógó, Gunnar og Hallgerði og fleiri. Ekki láta þessa renna þér úr greipum. Bókin er til sölu hér.