Grúskað í netbókahillum XVII

Við höldum okkur við kvenskáld sem eru á einhvern hátt tengd Suðurlandi. Í fyrri færslum höfum við talað um Ragnheiði Jónsdóttur sem var frá Stokkseyri og svo Normu E. Sigfúsdóttur sem býr núna í Hveragerði en þangað flutti líka Elísabet Jökulsdóttir nýlega.

Þar sem ég bý nú í Vesturbæ Reykjavíkur sakna ég þess að sjá hana ekki á vappi hverfinu en ég verð þá bara að sækja hana heim á nýja staðinn.

Varðandi Vængjahurðina þá fann ég, enn og aftur, góða umfjöllun eftir Úlfhildi Dagsdóttur þar sem segir meðal annars:

Bókin er fallega hönnuð, breið um sig og bleik (eins og áður hefur verið ýjað að), með mynd af hvítri vængjahurð framaná, aftaná er hvít útlínumynd af höfundi. Hönnunin gefur til kynna léttan og kíminn tón, gleði og leik. Og ljóðin í bókinni einkennast svo einmitt af slíkri tóntegund.

Úlfhildur Dagsdóttir, „Bleik ástarsaga“, Bókmenntaborgin, https://bokmenntaborgin.is/umfjollun/vaengjahurdin