Tarzan apabróður er líklegast með þekktustu sögupersónum 20. aldarinnar. Skapari Tarzans, Edgar Rice Burroughs, skrifaði 24 bækur um hinn vöðvastælta frumskógarmann. Höfundurinn fór nú víst aldrei sjálfur til Afríku og var eindreginn talsmaður kynbóta og það er margt í bókunum sem fáir myndu skrifa upp á í dag. Í þessari bók um Tarzan, Tarzan hinn sigursæli, ráðast sovéskir agentar á Tarzan og hans fólk og sjálfur Jósef Stalín leikur lítið hlutverk.
Bókina má kaupa hér.