Nú styttist í jólafrí og þá tekur við biðin endalausa fyrir börnin (og marga fullorðna) eftir að mega opna pakkana. Þá er um að gera að finna sér eitthvað til dundurs. Við í bókabransanum vitum það öll fyrir vissu að óhóflegt sjónvarpsgláp er bara óhollt en stundum verðum við að standa upp frá bókalestrinum til að hreyfa sig. Hví þá ekki að fara í leiki eða leysa þrautir? Í þessari bók frá 1944 er hægt að finna sér sitthvað til dundurs. Hún er líka skemmtileg aflestrar en eins og stendur á kápunni eru 70 myndir með textanum. Það toppar nú allt sjónvarpsefni…
Bókina má kaupa hér.