Um daginn birtum við umfjöllun um Sigmund, skopmyndateiknara morgunblaðsins. Það er því við hæfi að við birtum núna bók frá skopmyndateiknara Þjóðviljans, svona svo allrar sanngirni sé gætt. Moli litli flugustrákur segir af flugunni Mola sem er svo óskaplega hrifinn af sykurmolum. Þess vegna heitir hann nú Moli. Í umfjöllun Úlfhildar Dagsdóttur á Bókmenntaborginni má fræðast frekar um Mola litla og skapara hans, Ragnar Lár, en þar segir meðal annars:
En fyrir utan að hafa verið þekktur skopteiknari, meðal annars hjá Speglinum, þá er Ragnar Lár einn af brautryðjendum íslenskra myndasagna. Ennfremur mun hann hafa verið brautryðjandi fyrir hreyfimyndir. Mikið væri nú gaman ef eitthvað af því efni öllu væri safnað saman til endurútgáfu, því hér eru á ferðinni merkar menningarminjar sem hafa að mestu fallið í gleymskunnar dá.
Úlfhildur Dagsdóttir, Moli litli flugustrákur
Fyrir safna teiknimynda þá er þetta skyldueign og ekki er það dýrt, bara 1100 krónur. Það er nú minna en margur annar óþarfi. Bókina má kaupa hér.