Þeir sem þekkja Bókakaffið vita að hér má finna ótrúlegustu gersemar. Ein þeirra er stórmerkilegt rit sem inniheldur fyrsta opinbera fyrirlestur konu á Íslandi eftir femínista Íslands, Bríeti Bjarnhéðinsdóttur. Um er að ræða 40 blaðsíðna rit með fyrirlestrinum í heild sinni. Ísafoldarprentsmiðja prentaði hann árið 1888 og var kostnaðarmaður Sigurður Kristjánsson. Ritið fjallar um hagi og réttindi kvenna og það ótrúlega heilt miðað við aldur. Ritið er ekki komið í almenna sölu en hægt er að bjóða í það með því að senda tölvupóst á bokakaffid@bokakaffid.is
Vefurinn okkar notar fótspor (e. vafrakökur, cookies) fyrir nauðsynlega virkni og til að safna tölfræðigögnum í þeim tilgangi að gera síðuna okkar enn betri.