Grúskað í netbókahillum VI

Skopamyndateiknarinn Sigmund er þjóðargersemi sem skemmti þjóðinni með teikningum sínum í Morgunblaðinu í44 ár. Sumar teikningarnar fóru fyrir brjóstið á lesendum og þá sérstaklega teikningin sem hann gerði af þýska rannsóknarlögreglumanninum Karl Schütz þegar hann kom hingað til að hjálpa til við rannsóknina á Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Fyrir þá mynd var hann kærður en hann slapp þó fyrir horn því að hann hafði ekki merkt myndina nema með fyrsta nafni.

Þessi bók hérna gæti vel endað undir jólatrénu hjá einhverjum gömlum Moggaunnanda en bókina má kaupa hér. Vilji fólk fræðast meira um Sigmund (og vita hvort hann hét eitthvað meira en bara Sigmund) má benda á vefsíðuna www.sigmund.is.