Næturborgir er nýútkomin hjá Bókaútgáfunni Sæmundur. Þetta er heilsteypt ljóðabók sem hverfist um sorg, söknuð, borgina og skáldskap. Þar er á áhrifaríkan hátt slegið saman hversdagslegum myndum og nýstárlegu tungutaki. Jakub Stachowiak er höfundur bókarinnar. Hann er Pólverji fæddur 1991 en yrkir á íslensku. Ljóð hans hafa áður birst í TMM og Skandala. Bókin fékk nýræktarstyrk hjá Miðstöð íslenskra bókmennta.
Besta verðið finnur þú hér á www.bokakaffid.is og verslunum okkar Selfossi og Reykjavík.
Við óskum Jakub innilega til hamingju með bókina!